V

BYGGINGIN

GÖMLU KARTÖFLUGEYMSLURNAR

Í miðri Ártúnsbrekkunni stendur bygging sem ólíklega á sér hliðstæðu í öðrum borgum Evrópu.  Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi.  Byggingin er mynduð úr 7 sjálfstæðum einingum sem hver um sig er 229,2 fermetrar að flatarmáli með 5 metra lofthæð.  Byggingarefnið er steinsteypa og 6 mm þykkt bárað stál sem fest er saman með meira en 36.000 öflugum stálboltum.  Heildarþyngd stálsins er u.þ.b. 254.000 kíló, en sambærileg efnisnotkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum. Saga byggingarinnar sem hernaðarmannvirkis og síðar sem kartöflugeymslu Reykvíkinga gefur henni mikla sérstöðu.

Byggingarnar hafa verið endurbyggðar frá grunni en auk upprunalegu húsanna hafa verið reistar tvær nýbyggingar.  Önnur er við austurgafl þeirra.  Hún er 229,4 fermetrar að flatarmáli.  Hin er staðsett undir bílaplani og er 771,6 fermetrar að flatarmáli með lofthæð frá 3,5 metrum upp í 3,9 metra.  Heildarflatarmál bygginganna er 2.605 fermetrar.

Staðsetningin er einstök, rétt við eina umferðarmestu stofnbraut höfuðborgarsvæðisins en samt hluti af útivistarsvæði Elliðaárdalsins.

VERSLANIR - SÝNINGASALIR

Bogalaga form bygginganna, þar sem gróft bárustálið myndar andstöðu við vandaðar innréttingar og gólfefni, býður upp á einstaka aðstöðu fyrir starfsemi sem tengist hönnun og listum, hvort heldur verslanir eða vinnustofur.

Milliloft er í öllum rýmunum en þaðan er gengt út á 260 fermetra verönd við austurgafl hússins.  Gaflinn við milliloft hefur verið tekinn úr og í hann sett gler í stálramma sem fylgir bogaforminu, en þannig fæst jafnframt mikil birta inn í rýmin að austanverðu.

VEITINGAHÚS

Tvær syðstu byggingarnar verða ein rekstrareining með tenginu innahúss, samtals  458,4 fermetrar.  Önnur er hugsuð sem veitingahús en hin salur fyrir fjölþætta notkun.

 Suðurhliðin hefur verið opnuð á 20 metra kafla og í hana settir sex gluggar sem eru  u.þ.b. 3 x 3 metrar að stærð, þar af er einn opnanlegur út á 80 m2 verönd sem snýr á  móti suðri.  Veröndin er í raun framlenging af gólfrými veitingastaðarins því mjög   skjólsælt er við suðurhlið hússins sem snýr að útivistarsvæði Elliðaárdalsins og því  hægt að setja út borð og stóla þegar veður er gott.

Mikið verður lagt upp úr hönnun veitingahússins þar sem öll húsgögn verða sérstaklega hönnuð fyrir staðinn. Viður á gólfi verður panga panga, sami gegnheili harðviðurinn sem bæði veröndin og framhlið hússins hafa verið klædd með.

 Á millilofti, sem er tæpir 50 fermetrar, verður setustofa með útsýni yfir salinn en jafnframt er hægt að ganga þaðan út á veröndina við austugafl hússins.

 Gert er ráð fyrir að staðurinn verði kaffihús yfir daginn með léttum réttum í hádeginu en fínt veitingahús með dúkuðum borðum á kvöldin.

RÝMI TIL LEIGU

FYRIR VERSLANIR - SÝNINGASALI - VEITINGAHÚS O.FL.

V

BYGGINGARNEFNDARTEIKNINGAR

HÖNNUN BYGGINGAR OG LÓÐAR

STAÐSETNING OG AÐKOMA

HAFA  SAMBAND

FREKARI UPPLÝSINGAR VEITIR

KRISTINN BRYNJÓLFSSON

 

SÍMI: 846 2986

NETFANG: kristinn [@] hlm.is

 

 

 

 

V

   © RAFSTÖÐVARVEGUR 1A ehf.

VEFHÖNNUN // ÍMYNDUNARAFL