V
BYGGINGIN
GÖMLU KARTÖFLUGEYMSLURNAR
<
>
Í miðri Ártúnsbrekkunni stendur bygging sem ólíklega á sér hliðstæðu í öðrum borgum Evrópu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Byggingin er mynduð úr 7 sjálfstæðum einingum sem hver um sig er 229,2 fermetrar að flatarmáli með 5 metra lofthæð. Byggingarefnið er steinsteypa og 6 mm þykkt bárað stál sem fest er saman með meira en 36.000 öflugum stálboltum. Heildarþyngd stálsins er u.þ.b. 254.000 kíló, en sambærileg efnisnotkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum. Saga byggingarinnar sem hernaðarmannvirkis og síðar sem kartöflugeymslu Reykvíkinga gefur henni mikla sérstöðu.
Byggingarnar hafa verið endurbyggðar frá grunni en auk upprunalegu húsanna hafa verið reistar tvær nýbyggingar. Önnur er við austurgafl þeirra. Hún er 229,4 fermetrar að flatarmáli. Hin er staðsett undir bílaplani og er 771,6 fermetrar að flatarmáli með lofthæð frá 3,5 metrum upp í 3,9 metra. Heildarflatarmál bygginganna er 2.605 fermetrar.
Staðsetningin er einstök, rétt við eina umferðarmestu stofnbraut höfuðborgarsvæðisins en samt hluti af útivistarsvæði Elliðaárdalsins.
VERSLANIR - SÝNINGASALIR
<
>
Bogalaga form bygginganna, þar sem gróft bárustálið myndar andstöðu við vandaðar innréttingar og gólfefni, býður upp á einstaka aðstöðu fyrir starfsemi sem tengist hönnun og listum, hvort heldur verslanir eða vinnustofur.
Milliloft er í öllum rýmunum en þaðan er gengt út á 260 fermetra verönd við austurgafl hússins. Gaflinn við milliloft hefur verið tekinn úr og í hann sett gler í stálramma sem fylgir bogaforminu, en þannig fæst jafnframt mikil birta inn í rýmin að austanverðu.
VEITINGAHÚS
<
>
Tvær syðstu byggingarnar verða ein rekstrareining með tenginu innahúss, samtals 458,4 fermetrar. Önnur er hugsuð sem veitingahús en hin salur fyrir fjölþætta notkun.
Suðurhliðin hefur verið opnuð á 20 metra kafla og í hana settir sex gluggar sem eru u.þ.b. 3 x 3 metrar að stærð, þar af er einn opnanlegur út á 80 m2 verönd sem snýr á móti suðri. Veröndin er í raun framlenging af gólfrými veitingastaðarins því mjög skjólsælt er við suðurhlið hússins sem snýr að útivistarsvæði Elliðaárdalsins og því hægt að setja út borð og stóla þegar veður er gott.
Mikið verður lagt upp úr hönnun veitingahússins þar sem öll húsgögn verða sérstaklega hönnuð fyrir staðinn. Viður á gólfi verður panga panga, sami gegnheili harðviðurinn sem bæði veröndin og framhlið hússins hafa verið klædd með.
Á millilofti, sem er tæpir 50 fermetrar, verður setustofa með útsýni yfir salinn en jafnframt er hægt að ganga þaðan út á veröndina við austugafl hússins.
Gert er ráð fyrir að staðurinn verði kaffihús yfir daginn með léttum réttum í hádeginu en fínt veitingahús með dúkuðum borðum á kvöldin.
RÝMI TIL LEIGU
FYRIR VERSLANIR - SÝNINGASALI - VEITINGAHÚS O.FL.
Verslunarrými
229,2 M2
Fastanúmer: 204-3313
Bogalaga form rýmisins og mikil lofthæð býður upp á einstaka möguleika til útfærslu á aðstöðu fyrir starfsemi sem tengist hönnun og listum. Af millilofti er gengt út á 260 m2 verönd við austurgafl hússins. Rýmið er tilbúið til innréttingar með salerni, gólfhita, 63 ampera rafstreng og sérmælum fyrir rafmagn og hita.
Verslunarrými
229,2 m2
Fastanúmer: 225-8524
Bogalaga form rýmisins og mikil lofthæð býður upp á einstaka möguleika til útfærslu á aðstöðu fyrir skapandi starfsemi. Af millilofti er gengt út á 260 m2 verönd við austurgafl hússins. Rýmið er tilbúið til innréttingar með salerni, gólfhita, 63 ampera rafstreng og sérmælum fyrir rafmagn og hita.
Verslunarrými
229,2 M2
Fastanúmer: 225-8525
Bogalaga form rýmisins og mikil lofthæð býður upp á einstaka möguleika til útfærslu á aðstöðu fyrir starfsemi sem tengist hönnun og listum. Af millilofti er gengt út á 260 m2 verönd við austurgafl hússins. Rýmið er fullbúið með gipsveggjum, rafl-ögnum, salerni, gólfhita, eikarparketi á gólfi, 63 ampera rafstreng og sérmælum fyrir rafmagn og hita.
Verslunarrými
229,2 m2
Fastanúmer: 225-8526
Bogalaga form rýmisins og mikil lofthæð býður upp á einstaka möguleika til útfærslu á aðstöðu fyrir skapandi starfsemi. Af millilofti er gengt út á 260 m2 verönd við austurgafl hússins. Rýmið er tilbúið til innréttingar með salerni, gólfhita, 63 ampera rafstreng og sérmælum fyrir rafmagn og hita.
Verslunarrými
229,2 m2
Fastanúmer: 225-8527
Bogalaga form rýmisins og mikil lofthæð býður upp á einstaka möguleika til útfærslu á aðstöðu fyrir skapandi starfsemi. Af millilofti er gengt út á 260 m2 verönd við austurgafl hússins. Rýmið afhendist tilbúið til innréttingar með salerni, gólfhita, 63 ampera rafstreng og sérmælum fyrir rafmagn og hita.
Veitingahús
458,4 m2
Fastanúmer: 225-8528
Um er að ræða tvær syðstu byggingarnar með tenginu innanhúss. Önnur er hugsuð sem veitingahús en hin salur fyrir fjölþætta notkun. Inn í hvort rými fyrir sig liggur 63 ampera rafstrengur og sérmælar eru fyrir rafmagn og hita. 80 m2 verönd er við suðurhliðina sem er með 3 metra háum gluggum sem ná niður í gólf. Af milliloftum er gengt út á 260 m2 verönd við austurgafl hússins.
Sýningasalur
229,4 m2
Fastanúmer 229-8067
Um er að ræða nýbyggingu við austurgafl gömlu húsanna sem hentar einstaklega vel fyrir gallerí en rýmið er u.þ.b. 54 metra langur opinn salur. Stétt með snjóbræðslu liggur að sérinngangi að sunnanverðu og 2 x 2 metra póstalausum glugga sem hægt er að renna til hliðar fyrir móttöku á stærri hlutum. Í rýmið liggur 63 ampera rafstrengur og eru sérmælar fyrir rafmagn og hita.
Fjölnotarými
771,6 m2
Fastanúmer: 229-8153
Um er að ræða nýbyggingu undir bílaplani sem er u.þ.b. 20 x 40 metrar að grunnfleti og með góðri lofthæð. Rýmið er opinn salur með 5 burðarsúlum í miðju og hentar fyrir margvíslega starfsemi. Rýmið er sjálstæð bygging, hulin jarðvegi á þrjá vegu, en veggir, loft og gólf eru úr steinsteypu og bruna-varnargildið því mikið.
0101 •
0102 •
0103 •
0104 •
0105 •
0106 •
0116 •
0201 •
<
>
V
BYGGINGARNEFNDARTEIKNINGAR
<
>
HÖNNUN BYGGINGAR OG LÓÐAR
Upprunalegt form framhliðar húsanna hefur verið látið halda sér að öðru leiti en því að gerð hafa verið ný 10 fermetra hurðargöt og í þau settar sérsmíðaðar hurðir úr stáli og gleri sem hleypa mikilli birtu inn í rýmin. Framhliðin hefur verið klædd með panga panga, dökkbrúnum gegnheilum harðvið sem sérstaklega var fluttur inn til verksins frá Mósambík. Þar fyrir framan, í 1 metra fjarlægð, er sjálfstæður steinsteyptur veggur sem gefur byggingunni nýtt útlit með sterkt hönnunarlegt gildi. Bæði steinsteypti veggurinn og viðarklædda framhliðin verða lýst upp með 8 ljóskösturum hvor, sem felldir verða niður í stétt.
Merkingar á framhlið hafa mikið auglýsingagildi og blasa við umferð upp Ártúnsbrekkuna. Hver eining hefur afmarkað rými fyrir ofan inngang þar sem skilti getur verið allt að 3 fermetrar. Til að halda samræmi í útliti er gert ráð fyrir að hvítmálaður múr steinsteypta veggsins verði grunnur fyrir annars ólíkar merkingar.
Suðurhliðin hefur verið opnuð á 20 metra kafla með steinsteyptu skyggni sem styður við bygginguna. Í skyggninu eru 6 póstalausir gluggar sem hver er u.þ.b. 3 x 3 metrar að stærð. Þar fyrir framan er verið að setja upp u.þ.b. 80 fermetra verönd úr panga panga, sama dökkbrúna harðviðnum og þekur framhliðina og gólf veitingahússins. Þar sem glerið nær niður í gólf er veröndin í raun stækkun á gólfrými veitingahússins þannig að hægt verður að setja út borð og stóla þegar veður er gott. Fyrir utan veröndina er síðan grasi gróið útivistarsvæði Elliðaárdalsins.
Á suðurhlið er jafnframt vörumóttaka og inngangur í eldhús og nýbyggingu við austurgafl hússins.
Glerhlið veitingahússins, og þar af leiðandi veitingahúsið sjálft, blasir við þegar ekið er upp að húsunum og myndar vissa sjónræna stemningu.
Af millilofti er gengið út á 260 fermetra sameiginlega verönd en gluggar með tvöföldu hljóðeinangrandi gleri, sem fylgir bogaformi bygginganna og ná niður í gólf, hafa verið settir í gafl þeirra allra.
Bílaplan verður malbikað og lýst upp með sérsmíðuðum ljósastaurum úr ryðfríu burstuðu stáli. Þar sem um er að ræða fallhæð verða handrið úr ryðfríu burstuðu stáli með handlista úr panga panga, sama harðvið og á framhlið hússins, gólfi veitingahúss og veröndum. Ljóskastarar munu lýsa upp bygginguna, bæði framhlið og suðurhlið auk reynitrjánna, sem vaxa upp úr stétt fyrir framan húsið. Létt lýsing mun síðan lýsa upp gönguleiðir, aðkomu og veröndina við austurgafl hússins. Stétt og aðkeyrsla verða hituð upp með snjóbræðslu.
Litlar eyjar munu aðskilja akstursstefnuna, inn og út af bílaplani. Á þessum eyjum, sem eru fjórar, verða sérstaklega hannaðir steinsteyptir bekkir, klæddir rauðum mósaíkflísum. Öll umgjörð lóðarinnar er grasi gróin og frágangur verður vandaður.
FRAMHLIÐ
SUÐURHLIÐ
BAKHLIÐ
LÓÐ
<
>
STAÐSETNING OG AÐKOMA
Lóðin tilheyrir Rafstöðvarvegi 1a og er 4.950 fermetrar að stærð. Hún er rétt við Ártúnsbrekkuna, þar sem hátt í 80.000 bílar aka um á sólarhring, en samt hluti af útivistarsvæði Elliðaárdalsins. Aðkoman er um malbikaðan upplýstan veg frá Rafstöðvarvegi.
Aðkoman er frá Rafstöðvarvegi um malbikaðan upplýstan veg sem liggur eins og sveitavegur um fallegt gróðurvaxið land Elliðaárdalsins.
STAÐSETNING
AÐKOMA
<
>
HAFA SAMBAND
© RAFSTÖÐVARVEGUR 1A ehf.
VEFHÖNNUN // ÍMYNDUNARAFL